Þrjár Tröllakirkjur

Framundan er skemmtilegt haustverkefni hjá Ferðafélagi Íslands þegar gengið verður á alls þrjár Tröllakirkjur sem allar eru staðsettar á Vesturlandi.

Fyrsta ferðin er núna á laugardaginn 13. ágúst þegar gengið verður á Tröllakirkju á Holtavörðuheiði. Næsta ganga er á Tröllakirkju í Hítardal, laugardaginn 27. ágúst. Þriðja og síðasta gangan er svo á Tröllakirkju í Kolbeinsstaðafjalli, laugardaginn 17. september.

Fararstjóri í öllum fjallgöngunum er Ragnar Antoníusson. Það er ekki nauðsynlegt að ganga á allar Tröllakirkjurnar til að vera með - en auðvitað er skemmtilegast að safna þeim öllum :)

Ragnar Antoníusson, fararstjóri, á toppi Tröllakirkju í Hítardal