Þverártindsegg 4 skór
11. maí, laugardagur
Fararstjóri: Örlygur Steinn Sigurjónsson. Hámarksfjöldi: 12.
Brottför: Snemma morguns á einkabílum frá Hala í Suðursveit.
Þátttakendur sameinast í jeppa og aka inn Kálfafellsdal að upphafsstað göngunnar á Þverártindsegg, 1553 m. Af Þverártindsegg sér yfir hinn fagra Kálfafellsdal með jökulfossum og hamrastálum allt um kring. Einnig yfir Breiðamerkurjökul, Öræfajökul og Esjufjöll. Afar sérstætt landslag sem ekki á sér margar hliðstæður hér á landi. Jöklabúnaður nauðsynlegur sem og kunnátta í notkun hans því leiðin er brött og krefjandi. 8-10 klst. á göngu. Ganga verður frá skráningu og greiðslu þremur vikum fyrir brottför.
Undirbúningsfundur: Þriðjudaginn 23. apríl kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6.
Verð: 23.000/26.000