Til Heklufara FÍ - dagskrá ferðar

Jónsmessuganga FÍ á Heklu

Jónsmessuganga FÍ á Heklu föstudaginn 22. júní.  
Fararstjóri: Páll Guðmundsson
Leiðsögn: Sveinn Sigurjónssson, Jóhann Thorarensen

Lagt af stað úr Reykjavík frá skrifstofu FÍ Mörkinni 6  kl. 18

Næsta stopp er við Heklusetrið, Leirubakka í Landsveit. Þar er almennt sjoppu og pissustopp og þátttakendum gefst kostur á að skoða Heklusetrið í boði FÍ.  

Síðan er ekið áfram, upp Landsveit framhjá Búrfelli á vinstri hönd og beygt við Landmannaveg, ( Dómadalsleið ) og ekið að Skjólkvíum, ( beygt upp að Heklu við skilti þar sem stendur Hekla.

Gangan hefst um kl. 21.00 frá Skjólkvíum.  

Áætlað að vera á toppnum laust eftir miðnætti og að ferðinni ljúki um kl 3 niður við bílastæði og komið verði til Reykjavíkur um kl. 5 í morgunsárið.

Gönguferð á Heklu tekur um 7 - 8 klst.  Hekla er 1488 metra hátt fjall og því um alvöru fjallgöngu og nokkuð krefjandi gönguferð að ræða.  Mikilvægt er að taka með sér góðan búnað, góða gönguskó, hlífðarfatnað, húfu og vettlinga, göngustafi, bakpoka og nesti.

Ekki er þörf á ísbroddum eða ísexi í gönguferð á Heklu á þessum árstíma.

Verð kr. 3000 / 5000 með rútu, þeir sem fara á einkabíll kr. 2000.