Tólf útskrifaðir Landvættir

Fyrstu tólf þátttakendurnir í æfingaverkefninu FÍ Landvættir útskrifuðust fyrir skömmu sem fullgildir Landvættir eftir að hafa klárað fjórðu og síðustu þrautina í ár, þ.e. Jökulsárhlaupið. Æfingahópur FÍ Landvætta heldur áfram í vetur og á haustmánuðum verður boðað til kynningarfundar á dagskránni.

Jokulsarhlaup.jpg
Eftir Jökulsárhlaupið 6. ágúst.

FÍ Landvættir snýst um fjölbreytta líkamsrækt með áherslu á útivist og langtímamarkmið. Þátttakendur taka þátt í fjórum þrautum á einu ári, þ.e. skíðagöngu, hjólreiðum, útisundi og fjallahlaupi og öðlast að því loknu sæmdarheitið Landvættur.

Til að verða Landvættur þarf að ljúka öllum fjórum þrautunum á einu ári en það þarf hins vegar ekki að vera innan sama almanaksárs, aðeins innan 12 mánaða. Af því leiðir að nú síðsumars eru fjölmargir búnir með einhverjar þrautir en eiga eftir að klára eina til þrjár þrautir næsta sumar.

Fossavatn.jpg
Eftir Urriðavatnssundið 23. júlí.

FÍ Landvættir æfa eftir sameiginlegri æfingadagskrá og hittast að jafnaði einu sinni í viku til að æfa þá grein sem mest áhersla er lögð á hverju sinni.

Keppt er í 50 km skíðagöngu, Fossavatnsgöngunni í byrjun maí, 60 km fjallahjólreiðum, Bláa lóns þrautinni í byrjun júní, 2,5 km útisundi, Urriðavatnssundinu undir lok júlí og 33 km fjallahlaupi, Jökulsárhlaupinu í byrjun ágúst. Sjá nánar um Landvættaverkefnin.

Blaalon.jpg
Nokkrir úr hópnum eftir Bláa lóns þrautina 11. júní.

Auk keppnishelganna fer hópurinn saman í fjórar æfingahelgar þar sem sjónum er aðallega beint að einni þraut í einu. Þannig fór FÍ Landvættahópurinn 2016 t.d. í gönguskíðaferð inn í Landmannalaugar, sundæfingaferð á Snæfellsnes og í hlaupaferð inn í Þórsmörk þar sem byrjað var á því að hlaupa yfir Fimmvörðuháls.

Gonguskidi.jpg
Æfingaferð í Landmannalaugar í byrjun apríl.

FÍ Landvættahópurinn fer nú í rúmlega tveggja mánaða frí áður en æfingar hefjast að nýju en boðað verður til kynningarfundar á haustmánuðum. Þeim sem hafa áhuga á að slást í hóp FÍ Landvætta og spreyta sig á Landvættaverkefnunum næsta sumar er bent á að hafa samband við skrifstofur FÍ í síma 568 2533 eða Brynhildi, hópstjóra, í gegnum netfangið [email protected]

/* <!--[CDATA[ */!function(t,e,r,n,c,a,p){try{t=document.currentScript||function(){for(t=document.getElementsByTagName('script'),e=t.length;e--;)if(t[e].getAttribute('data-cfhash'))return t[e]}();if(t&&(c=t.previousSibling)){p=t.parentNode;if(a=c.getAttribute('data-cfemail')){for(e='',r='0x'+a.substr(0,2)|0,n=2;a.length-n;n+=2)e+='%'+('0'+('0x'+a.substr(n,2)^r).toString(16)).slice(-2);p.replaceChild(document.createTextNode(decodeURIComponent(e)),c)}p.removeChild(t)}}catch(u){}}()/* ]]--> */