Trölladyngja - Sogin - Hverinn 4. júlí

Trölladyngja - Sogin - Hverinn eini 4. júlí

 Nú er komið að þriðju ferð Landverndar og Ferðafélags Íslands um jarðhitasvæði í næsta nágrenni höfuðborgarinnar. Að þessu sinni verður gengið á Trölladyngju suður af Straumsvík, um Sog og að Hvernum eina. Leiðsö

gumaður í ferðinni er Sigmundur Einarsson jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Áður en lagt verður í ferðina flytur Sigmundur stutt erindi um svæðið sem gengið verður um í sal Ferðafélags Íslands að Mörkinni 6.

Dagskráin hefst kl. 10 og verður lagt af stað í ferðina kl. 10.30 og komið tilbaka um kl. 16-17.00.

Skráning fer fram á skrifstofu Ferðafélagi Íslands í síma 568 2533 eða með netpósti til fi@fi.is til kl. 14.00 2. júlí. Rútugjald er kr. 2500.
Sjá nánar á www.fi.is.

Leiðarlýsing:
Ekið að Trölladyngju um Afstapahraun. Gengið á Trölladyngju. Þaðan í Sog og að Djúpavatni og Grænavatni. Vestur yfir hálsinn að Hvernum eina og eftir Oddafelli að Höskuldarvöllum í rútuna. 6 klst. ganga. 

Trölladyngja er austan við Höskuldarvelli og í raun samvaxin Grænudyngju. Frá bílslóð við rætur fjallsins er fremur létt ganga upp á fjallið og þaðan er fagurt útsýni yfir Sogin sem er afar litríkt hitasvæði sem er falið inni á milli fjallanna. Þar fara saman litríkar útfellingar, líparít og grænn gróður í hrífandi blöndu sem kemur flestum á óvart sem koma þarna í fyrsta sinn.
Þarna er fjölbreytt og skemmtilegt landslag, vindsorfnar móbergsbríkur og klettar í margvíslegum myndum. Trölladyngja tilheyrir í raun vestari hálsinum af tveimur sem setja svip á landið á þessum slóðum og heita Vesturháls og Austurháls en heitin Núpshlíðarháls og Sveifluháls eru einnig notuð.
Í nágrenni við Hverinn eina er margt að sjá og á leið göngumanna verða væntanlega minjar um sel og selbúskap á þessum slóðum.

Þeim sem vilja kynna sér framtíðarsýn Landverndar um eldfjallagarð á Reykjanesskaga er bent á vef samtakanna: www.landvernd.is