Trölladyr og buslulækur

Rötun er ekkert mál fyrir krakkana í Ferðafélagi barnanna eins og í ljós kom síðasta laugardag þegar þeir vísuðu veginn frá Dyradal á Hengilssvæðinu og alla leið niður á Nesjavelli með kort og þrælerfiðar gátu-leiðbeiningar að vopni.

Allir segja Oooo

Alls konar ævintýri biðu á leiðinni, gengið var um trölladyr, sjö rjúpuungar urðu á vegi göngumanna sem og margvíslegar gjótur sem þurfti að kanna og klettar sem biðu eftir hraustum klifurkrökkum. Þau voru líka ófá berin sem rötuðu upp í svanga munna á leiðinni enda munaði engu að hópurinn kæmist ekki alla leið fyrir berjaáti!

Útsýnispallurinn á NesjavöllumBuslað í heitum læk

Þegar á áfangastað kom fór eldri hópurinn í æsilega þrautabraut í Adrenalíngarðinum og lét skjóta sér út í loftið í risarólu á meðan yngri hópurinn svamlaði í heitum buslulæk.

Hér má sjá myndir úr ferðinni.

PS. Sá eða sú sem gleymdi svarta og silfurlitaða Casio úrinu sínu við lækjarbakkann getur hringt í Brynhildi 6920029 til að endurheimta úrið.