Tveggja kvölda snjóflóðanámskeið og fleiri námskeið

Tveggja kvölda snjóflóðafræðsla

 Ferðafélag Íslands stendur fyrir fræðslu um snjóflóð 11. – 12. febrúar nk.

  • Námskeiðið hefst kl. 20.00 á mánudagskvöldi og stendur til 22.30.  Námskeiðið er haldið í sal Ferðafélagsins Mörkinni 6.
    Á fyrra kvöldinu verður bóklegur fyrirlestur þar sem farið verður meðal annars í eðli snjóflóða, ferðahegðun, búnað, leiðarval og bjögun úr snjóflóðum.
  • Á seinna kvöldinu verður farið í verklegar æfingar í Bláfjöllum. 
    Þátttakendur hittast í Bláfjöllum kl. 19.00 og komið til baka um kl. 22.00.  

Verð á námskeiðið er kr 3.000 / 5.000
 
Kennari á námskeiðinu er Auður Elva Kjartansdóttir yfirkennari björgunarskólans og stafsmaður snjóflóðadeildar Veðurstofu Íslands.  

Önnur námskeið  FÍ í vetur og vor.

Á næstunni mun Ferðafélagið standa fyrir námskeiðum af ýmsu tagi.

Námskeiðin eru meðal annars snjóflóðanámskeið, gps námskeið, vaðnámskeið í Merkuránum, ferðamennska 1  og jöklaöryggisnámskeið.

  • Ferðamennska 1 verður haldið fimmtudaginn 21. febrúar kl. 18.30,  Sigurður O Sigurðsson frá Landsbjörgu. Verð kr. 3.000 / 5.000
  • Vaðnámskeið í Merkuránum er haldið eina helgi í mars   
    Gísli Ólafur Pétursson. Verð kr. 10.000 / 12.000
  • Jöklaöryggisnámskeiðið fyrstu helgina í maí
    Jökull Bergman og Haraldur Örn Ólafsson. Verð kr. 3.000 / 5.000
  • Dagsetning á gps námskeiði verður auglýst á næstunni 
    Haraldur Örn Ólafsson.  Verð kr. 3.000 / 5.000

    Námskeiðin verða auglýst nánar síðar, þe innihald, verð, stund og staður.


    Skráning á skrifstofu FÍ - ath takamarkaður fjöldi þátttakenda á hvert námskeið.