Um 2000 gestir á Esjudeginum

Um 2000 gestir voru á Esjudegi FÍ og SPRON á laugardaginn.  Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá, gönguferðir, Esjuhlaup, tónlist og skemmtiatriði. Veðrið var ljómandi gott, þrátt fyrir strekkingsvind. Ratleikur í tilefni dagsins gerði mikla lukku, en þar eiga þátttakendur að finna silfur Egils, sem hann faldi á sínum tíma, að því talið var í Kistufelli, en hefur aldrei fundist. Ratleikurinn stendur í Esjuhlíðum út júlí.