Undirbúningur fyrir Hvannadalshnúk

Undirbúningur fyrir Hvannadalshnjúk

Á síðustu árum hafa ferðir á Hvannadalshnúk verið í tísku á meðal landsmanna. Ferðafélagið hefur um langt árabil staðið fyrir gönguferðum á Hvannadalshnúk en frá árinu 2005 hefur félagið farið með mjög fjölmenna hópa á hnúkinn í fararstjórn Haraldar Arnar Ólafssonar og fleiri vaskra fararstjóra/stýra.  Þess hefur gætt hjá sumum að hafa ætlað að skreppa á Hnúkinn með stuttum eða litlum sem engum fyrirvara.  Það hefur verið vísir að mikilli vanlíðan á göngunni og yfirleitt orðið til þess að menn hafa ekki komist alla leið á tindinn.  Ferðafélagið hefur lagt áherslu á góðan undirbúning þátttakenda fyrir ferðina og hefur sl ár staðið fyrir æfingaprógrammi fyrir ferðina.  Í ár stendur félagið ekki fyrir æfingadagskrá en bendir á eftirfarandi prógram:

 

  • Ein fjallganga í viku, t.d. Helgafell, Úlfarsfell og Ejsan.  
  • Ræktin, göngubretti, róður og þrekþjálfun, alhliða með áherslu á fætur.
  • Sund, hjóla eða annað eftir atvikum. 
  • Sem sagt hreyfing og þjáflun 3 – 4 x í viku og lengri gönguferðir þegar líður fram í apríl og mai.  
  • Ferðafélagið bendir á dagsferðir á fjöll í nágrenni Reykavíkur, morgungöngur í maí og fleira sem tilvalda æfingu fyrir gönguferð á Hvannadalshnúk