Undirbúningur fyrir Hvannadalshnúk um hvítasunnuhelgina

Hnúksundirbúningurinn 2013

Undirbúningur  fyrir þá sem vilja koma sér í form og ganga á hæsta fjall landsins.  Fimm fjallgöngur á mánudögum til að undirbúa sig undir að ganga á Hvannadalshnjúk 18 maí 2013.  Lagt er af stað í hverja ferð kl. 18 frá Mörkinni 6 og sameinast í bíla.

Esjan upp að steini, 15. apríl

Vífilsfell,  22. apríl

Móskarðahnúkar, 29. apríl

Kerhólakambur, 6. maí

Grímannsfell, 13. maí

Verð í  undirbúningsverkefnið er kr. 10.000 / 13.000

Ferðin á Hvannadalshnúk er ekki innifalin í undirbúningsverkefninu. og þarf að skrá sig sérstaklega í þá ferð.