Undur Þórsmerkur

Þórsmörk
Þórsmörk

Félagar í Ferðafélagi Íslands fá 10% afslátt á stuttu námskeiði sem haldið verður núna á laugardaginn um náttúru og gönguleiðir í Þórsmörk.

Það er Jóhann Ísak Pétursson, jarðfræðingur og leiðsögumaður, sem heldur þennan fyrirlestur hjá Endurmenntunarskóla Tækniskólans.

Í fyrirlestrinum talar Jóhann um ýmislegt forvitnilegt sem margir Þórsmerkurfarar hafa séð en fáir velt fyrir sér eða áttað sig á. Fjallað er um helstu jarðmyndanir, gönguleiðir, sögu og náttúru.

Fyrirlesturinn fer fram í Tækniskólanum á Háteigsvegi og stendur frá kl. 10 til 13 á laugardaginn. Þátttökugjald er 8.500 kr en FÍ félagar fá 10% afslátt.

Hér má sjá nánar um námskeiðið og skrá sig á það.