Ungfrú Rauðisandur.is
27. júlí til 30 júlí.
Fararstjóar: Vilborg Arna Gissurardóttir og Örlygur Steinn Sigurjónssson.
Ævintýraferð í lok júlí um Rauðasand með gönguferðum, kajaksiglingu, sjóstangaveiði, grillveislu og kaffikvöldi. Fjögurra daga ferð þar sem fararstjórinn ungfrú Rauðisandur.is leiðir þátttakendur um frægar slóðir, meðal annars um Sjöunduá, Stálfjall, Rauðasand, Hlein, Skor og Melanesi, Selárdal, Uppsali, Látrabjarg og fleiri staði.
Að kvöldi komudags. Sögu og samverustund í Saurbæjarkirju
Dagur 1: Gengið upp í Ölduskarð, inn miðgang og niður í gamlar Surtarbrandsnámur. Gengið verður á Hlein til baka með viðkomu í Skor.
Grill um kvöldið á tjaldsvæði.
Lagt verður að stað árla morguns og byrjar gangan á Melanesi. Gengið er inn að Sjöunduá og upp í Ölduskarð. Þaðan er gengið í svokölluðum Miðgangi sem liggur inn að hinu tilkomu mikla Stálfjalli. Þetta er einstigi og er gaman að ganga í svona mikilli nánd við fjölskrúðugt fuglalífið. Hópurinn gengur niður að Völlum á grasbala þar sem áður fyrr var aðsetur námuverkamanna. Þaðan er gengið í fjörunni inn að gömlum surtarbrandsnámum. Þar verður farið í rannsóknarleiðangur og hver krókur og kimi kannaður. Eftir leiðangurinn er gengið til baka inn að Völlum og í stað þess að halda sömu leið til baka verður farið á Hlein inn að Skor. Gangan er mikið ævintýri og búast má fastlega við því að blotna í fætur þegar gengið er í jaðri fjöruborðsins með sjávarklettana á hægri hönd. Því næst tekur við ganga upp undir Lambhillur þar sem refurinn heldur oft á tíðum til. Þaðan er gengið niður í Skor, en þaðan lagði Eggert Ólafsson upp í sína hinstu för. Frá Skor er gengið að Söðli og áfram heim að Melanesi.
Grillað verður á tjaldsvæðinu um kvöldið.
Gangan tekur um 12 tíma í heild sinni. Fólk þarf að vera vel á sig komið líkamlega og laust við lofthræðslu þar sem gengið er eftir einstígum í brattlendi. Lögð er áhersla á að þáttakendur séu vel útbúnir og hafi meðferðis hjálm og höfuðljós fyrir námuleiðangurinn.
Dagur 2: Keyrt er yfir á Bíldudal og þaðan inn Ketildali. Þar var fyrr á tímum blómleg byggð en nú tl dags eru ábúendir fáir. Keyrt er út að Selárdal en einungis einn maður hefur nú aðsetur í dalnum. Hér ætlum við að kynnast tveimur þjóðþekktum persónum og kanna heimkynni þeirra. Annars vegar er það Gísli Oktavíus Gíslason betur þekktur sem Gísli á Uppsölum sem varð þjóðþekktur eftir þátt Ómars Ragnarsonar, Stiklur. Hér verður brugðið upp annari mynd af honum en þjóðin þekkir. Hinsvegar ætlum við að kynnast listamanninum með barnshjartað, Samúel Jónssyni og listaverkum hans í Brautarholti.
Áður en við yfirgefum dalinn verður gengið upp í Vatnahvilft þar sem á árum áður voru haldnar miklar veislur. Á vatninu voru háðar róðrakeppnir farið var í leiki. Kú var teymd upp í hvilftina svo nóg væri að drekka fyrir mannskapinn. Hér gæti hópurinn orðið svo heppinn að hitta á dyngju álftapars.
Héðan verður keyrt til baka í Tálknafjörð þar sem bíða okkar bátar og haldið verður út á sjó til veiða. Þar sem keppst verður um að ná sem stærsta fisknum. Eftir sjóferðina verður haldið í sundlaugina hvort sem fólki hentar betur að svamla í lauginni eða slaka á í pottinum
Dagur 3: Gengið verður frá Lambavatni í fallegum skeljasandinum inn að Naustabrekku. Þaðan verður gengið upp á Kerlingarháls og inn í Keflavík. Gangan er fjölbreytt og fegðurðin ólýsanleg. Í Keflavík er að finna slysavarnarskýli sem nýlega var gert upp.
Hingað verður hópurinn sóttur á gúmmíbátum, ef veður og sjóskilyrði eru hagstæð verður siglt undir Látrabjarg.
Annars verður mönnum boðið upp á að skoða bjargið frá landi og heimsækja byggðasafnið á Hnjóti.
Eftir kvöldmat verður farið í náttúruskoðun við Suðurfossá sem til stóð að setja upp virkjun um miðbik síðustu aldar. Að göngu lokinni verður boðið upp á kvöldkaffi og með því í kósý kofa.
Dagur 4: Eftir að allir hafa tekið saman föggur sínar verður haldið af stað inn á Barðaströnd. Þar verður farið í kayak róður um svæðið. Áætlað er að ferðin taki í heild sinni um 6 klst og er ekki er gerð krafa um að menn séu vanir ræðarar. Bátur og búnaður er innifalinn í verði.
Nánari lýsing á róðrarleið er væntanleg síðar.
Eftir róðurinn er ferðinni formlega lokið og menn geta náð seinni ferð með Baldri yfir Breiðafjörð kl 18:00.
Seinni ferð með Baldri fer kl: 18:00
Verð kr. 34.000 / 37.000
Innifalið: Tjaldstæði, kajaksigling, sjóstangaveiði, grillveisla, kaffikvöld og fararstjórn