Bless, bless tölva, sími, Facebook og Twitter. Í þessari ferð fá fjörugir unglingar frí frá sínum hefðbundnu rafknúnu fylgihlutum og leika sér í staðinn úti í náttúrunni í fjóra daga.
Gist í tjöldum við Hornbjargsvita en þar er allt til alls, vatnssalerni, sturta og aðstaða til að elda og borða inni við. Á daginn er farið í gönguferðir og náttúruskoðun en á kvöldin taka leikir og kvöldvökur við.
Í svona ferð bindast menn ekki aðeins íslenskri náttúru órjúfanlegum böndum heldur myndast líka vináttubönd fyrir lífstíð.
Mæting: Siglt frá Bolungarvík til Hornvíkur þann 20. júní.
Verð: 35.000 kr. Skráning fyrir helgi á skrifstofu FÍ í síma 5682533.
Innifalið: Sigling, tjaldsvæði og fararstjórn.
Fararstjóri: Guðmundur Björnsson sem hefur áratuga reynslu af barna- og unglingastarfi með skátahreyfingunni.
Sjá nánar.