Unglingar á ferð og flugi

  

Unglingar  á  ferð  og  flugi

 31. júlí  -  5. ágúst   2010 Hlöðuvík  -  Hesteyri  
                     Fararstjórar:  Eygló Egilsdóttir, Lilja Dögg
Guðmundsdóttir  og  Hallvarður JónGuðmundsson
Að þessu sinni er boðið upp á sérstaka unglinga ferð um  verslunarmannahelgi þar sem dvalið er fyrstu þrjár nætur í Hlöðuvík á Hornströndum, en á fjórða degi yrði söðlað um og gengið til Hesteyrar í Jökulfjörðum þar sem dvalið er tvær síðustu næturnar.
 Ferðalangar koma til Ísafjarðar föstudaginn 30. júlí  akandi eða með flugi og gista þar á eigin vegum. Laugardaginn 31.júlí siglum við strax kl. 9.00 um morguninn með Hafsteini og Kiddý til Hlöðuvíkur. Farþegar mæti við afgreiðslu Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar við smábátahöfnina og æskilegt er að vera mættur 15 mínútum fyrir brottfarar-tíma. Siglingin til Hlöðuvíkur tekur 2 – 3 klst. Og er margt að sjá á leiðini. Eftir að ferðahópurinn hefur tekið land í Hlöðuvík hefst nokkur vinna við að koma farangri í hús, koma skipulagi á matarbirgðir ferðahópsins, og koma sér fyrir í húsinu.   

Gistiaðstaða í Hlöðuvík

Þessi ferð byggist á því að dvalið er í sömu bækistöð hluta ferðarinar þ.e. þrjár nætur og gengið út frá henni. Gist er í húsum. í húsunum er svefnpláss fyrir 30 manns. Svefnloft er uppi og nokkur rúmstæði eru niðri. Eins má flytja dýnur niður, en nægar dýnur eru í húsunum. Í húsunum er vatnssalerni og handlaug. Eldunartæki í húsunum eru tvennskonar. Annarsvegar eru það eldavélar, sem kynntar eru með rekavið. Hinsvegar eru það  gastæki, þ.e. 5 og 4 hellu borð sem notuð eru til eldamennsku. Öll önnur tæki, sem nauðsynleg eru til eldamennsku s.s. leirtau og hnífapör eru í nægu magni í húsunum. Í Hlöðuvík er einnig ágætis aðstaða  fyrir tjaldbúskap, en tjaldbúar njóta sama aðgangs og aðrir að þjónustu húsana, nema yfir blánóttina. Til hliðar við húsið er búið að koma upp litlu húsi með hreinlætis og salernisaðstöðu, sem er sérstaklega ætluð tjaldbúum, en þar er einnig útivaskur. Í þessu salernishúsi er einnig hægt að komast í sturtu, sem er hituð með gasi, og eru afnot af henni innifalin í fargjaldinu fyrir ferðahópa FÍ. Fyrir nokkrum árum var byggt svonefnt þurkhús í Hlöðuvík til að þurka blaut föt, geyma gönguskó og bakpoka  og ýmsan annan farangur Síðan má bæta því við, að í Hlöðuvík er komið eitt merkilegasta útigrill norðan “ Alpafjalla “, hlaðið úr sjávargrjóti, en sjón er sögu ríkari.

  
Sameiginlegur matur
 Í þessari ferð verður sameiginlegur matur bæði morgunmatur og heitur kvöldmatur, sem verður sérstaklega á vegum hópsins, en ekki innifalið í fargjaldi ferðarinnar. Það hefur komist hefð á þennann hátt í Hornstrandaferðum FÍ í yfir áratug og skapað mikla ánægju meðal Hornstrandafara FÍ. Þessi sameiginlegi matur stendur saman af morgunmat, sem inniheldur hafragraut og súrmjólk, brauð, álegg og ávexti og af þessu morgunverðarborði útbúa síðan ferðalangar göngunesti dagsins. Kaffi, te og heitur súkkilaðidrykkur er bæði kvölds og morgna. Í lok hvers göngudags er síðan á boðstólum heitur kvöldverður. Snarl af ýmsu tagi s.s. kex, súkkulaði, rúsínur, harðfiskur, súkkulaðidrykkir, Nes-kaffi, orkudrykkir eða ýmiskonar safar, sér hver um fyrir sig eftir þörfum og smekk. Ferðalangar hjálpast að við undirbúning og frágang máltíða. Á Undirbúningsfundi mun fararstjóri fara yfir þessi mál og skipa nefnd til að annast matarinnkaupin og mun sú nefnd jafnframt skifta ferðahópnum upp í eldhúshópa. 

 

Hvað á að vera í Dagsgöngupokanum ?

Það eina sem ferðalangar þurfa að bera á hverjum degi í þessari ferð er góður dagsgöngupoki. Það sem í dagspokanum þarf að vera er m.a: Nesti til dagsins og ágætt að hafa það í nestisboxi. Í nestisboxinu er einnig ágætt að hafa í bréfum heita “instant” drykki s.s. súkkulaðidrykki, súpur eða orkudrykki. Hitabrúsi (stálbrúsi) er lífsnauðsynlegur og inniheldur heitt vatn, sem hitað er að morgni hvers dags. Í dagspokanum er einnig gott að hafa fyrirferðalítið einangrunarplast til að sitja á, en slíkt reynist oft vel þegar blautt er á. Vettlinga, húfu (lambúshettu), regnföt, auka sokka, sólvörn og lágmarks sjúkravörur eins og plástra á fætur er einnig nauðsynlegt að hafa í dagspokanum. Útbúnaði verður að öðru leiti ekki gerð tæmandi skil hér en bennt á að nauðsynlegt er að hafa góða gönguskó sem þola bleytu. Eins er nauðsynlegt að muna  eftir vaðskónum. þeir verða að vera í dagspokanum, því að yfirleitt er vaðið á hverjum degi. Vaðskór geta verið með ýmsu móti, slitnir strigaskór, Sandalar, laxapokar eða sérstakir vaðskór úr blautbúningsefni sk. seglbrettaskór eða kafaraskór. Að síðustu er ekki úr vegi að minna á legghlífar og göngustafi.Göngustafir hjálpa mikið til að jafna þunga, hlífa hnjám og koma að góðum notum þegar vaða þarf ár. Um annan útbúnað verður svo rætt á sérstökum undirbúningsfundi fyrir ferðina. 

Að lesa sér til fyrir ferðina

Til undirbúnings ferðinni er gott að vera búin að lesa sér til. Árbók FÍ frá 1994 “Ystu strandir norðan djúps” er ómissandi lesning fyrir þá sem hyggja á ferðalög á þessar slóðir. Hornstrendingabók Þórleifs Bjarnasonar er einnig ómissandi lesning. Einnig má benda á árbók FÍ frá 1949 um Norður Ísafjarðarsýslu og vestfjarðabók Hjálmars R. Bárðasonar frá 1994. Fyrir áhugafólk um gróðurfar er gagnlegt að hafa meðferðis Ferðaflóru eða aðra plöntugreiningarbók.

  

Hér á eftir eru settar fram hugmyndir um mögulegar gönguferðir í ferðini, bæði lengri og skemmri gönguferðir.

 Lengri gönguferðir: 1.      Ganga á Hælavíkurbjarg. Leiðin liggur upp bæjarfjallið í Hlöðuvík, Skálarkamb (349 m.y.s.). Þaðan niður í Hælavík og síðan upp á Hælavíkurbjarg. Í Hælavíkurbjargi er ein mesta fuglabyggð í heimi. Síðan höldum við eftir  endilöngu  bjarginu á hæsta tind þess, Festaskarðatind (530 m.y.s.). Síðan er reynt að halda hæð yfir á Skálarkamb. Þetta er nokkuð mikil ganga og talsvert mikið á fótinn. Vegalengd  14 – 16 km. og göngutími  8 – 102.      Ganga í Hlöðuvíkurskarð (472 m.y.s.) og fjallahringurinn yfir á Skálarkamb. Þetta er afar skemmtileg ganga í góðu veðri. Gengið er inn Hlöðuvíkina og upp í Hlöðuvíkurskarð. Úr Hlöðuvíkurskarði sést vel yfir Veiðileysufjörð, sem er einn af Jökulfjörðunum. Úr Hlöðuvíkurskarði er síðan haldið upp á eystri axlir og gengin fjallahringurinn yfir á Skálarkamb. Farið er hjá Jökladölum, Jökladalshorni, fjallinu Þórishorni og komið síðast niður Skálarkambinn.Í góðu veðri er gýfurlega mnikið útsýni þarna af fjallahringnum bæði í austur og vestur. Vegalengd 12 – 15 km og göngutími 6 – 7 klst. Ganga í Almenningaskarð ( 466 m.y.s. ) og í Almenninga vestari. Leiðin liggur eins og í göngu 5 með Álfsfelli og út í Kjaransvík, en í stað þess að ganga upp Kjaransvíkina höldum við áfram og stefnum á Almenningaskarð. Úr Almenningaskarði höldum við síðan niður á Almenninga og út að sk. Kyrfi. Vegalengd 12 – 15 km og göngutími 6 – 8 klst.   3.      Skemmri  gönguleiðir 1.       Fjöruganga á langakamb og Teigkamb. Gengið er út í Kjaransvík og fylgt ströndini út að Langakamb og Teigkamb. Teigkambur er klettur, sem stendur út undir fjallinu Kjalarárnúp. Göngutími 3 - 2.       Ganga í Ólafsdal og Indriði draugur heimsóttur. Göngutími 4 – 5 klst. 3.       Hringganga um Hlöðuvíkina 4.       Kvöldganga að Hælavíkurófæru                 Hesteyri  í  Jökulfjörðum Eins og áður segir þá er á fjórða degi ferðarinnar þ.e. þriðjudag 3. ágúst söðlað um og gengið til Hesteyrar í Jökulfjörðum. Þetta er nokkuð drjúg gönguleið en samt frekar þægileg. Þurfa krakkarnir að bera megin farangur sinn, nema matinn á Hesteyri sem verður trússað þangað. Frá Hlöðuvík liggur leiðin með Álfsfelli upp Kjaransvík og upp í Kjaransvíkurskarð ( 426 m.y..s. ) Síðan liggur leiðin um Hesteyrarbrúnir til Hesteyrar. Er þetta um 17 km löng leið. Þegar Hornstrandabyggðin skiftist í tvo hreppa þ.e. Grunnavíkurhrepp og Sléttuhrepp, þá var Hesteyri einskonar höfuðstaður Sléttuhrepps. Þar var póstur, verslun, læknir o.s.f. Þar var líka Hvalstöð og síðar Síldarverksmiðja.Af þessum ástæðum myndaðist nokkur byggð á Hesteyri. Einnig voru þéttbýlustu víkur Hornstranda þ.e. Látrar í Aðalvík og Sæból í næsta nágrenni. Á Hesteyri gista krakkarnir í sk. Læknishúsi sem er hús upp á tvær hæðir og er að mörgu leiti notalegur gististaður. Í húsinu eru tvö vatnssalerni. Til eldamennsku er notað gas þ.e. gaseldavél og gasofn til að hita húsið. Í Læknishúsinu eru öll áhöld til staðar fyrir eldamennsku. Eins og áður segir þá er dvalið í tvær nætur á Hesteyri í Jökulfjörðum. Hesteyri er friðsæll og veðursæll staður. Sjálfsagt mál er að taka kvöldgöngu annaðhvort kvöldið og skoða þorpið og skoða t.d. minningarstandinn um kirkjuna, sem þáverandi Biskub Íslands lét taka ( stela ) í óþökk Hesteyringa og setja niður í Súðavík. Eins gæti verið gaman fyrir hópinn að skoða Hekleyri þ.e. staðurinn sem Hvalstöðin og síðan síldaverksmiðjan var á, sen strompurinn stendur. Fimmti dagurinn er göngudagur á Hesteyri og viljum við í því sambandi benda á tvo mögulega valkosti.  Í fyrsta lagi  hringgöngu  niður í Miðvík og upp um Stakkadal og til baka til Hesteyrar. Einnig má fara alveg yfir að Látrum. Á þessari leið er einnig gaman að skoða veghleðsluna inn á heiðina og ræsin sem mörg hver bera gott vitni um frá bært handbragð. Í öðru lagi viljum við benda á gönguvalkost út að sléttuvita. Þetta er ágætis gönguleið. Fyrst út Hesteyrargrundir og inn á Sléttuheiði, en þar opnast Ísafjarðardjúpið nokkuð í góðu skyggni og jafnvel Drangjökull blasir við alla þar sem skriðjökullinn kemur niður í Leirufjörð. Síðan er haldið niður að bæjunum við Sléttu og að Sléttuvita. Á sjötta degi þ.e. fimmtudaginn 5. ágúst er siglt til Ísafjarðar tímanlega fyrir kvöldflug.