Laugardaginn 10.október verður Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur hjá rannsóknarfyrirtækinu Laxfiskum.ehf með kynningu á rannsóknum sínum á stórurriðanum í Þingvallavatni.
Jóhannes mun skýra rannsóknir sínar og og verða meðal annars lifandi risaurriðar til sýnis. Jóhannes hefur stundað rannsóknir á urriðanum í Öxará og Þingvallavatni undanfarin ár.
Urriðinn fer að sjást í Öxará í september en þar hrygnir hann allt fram í desember. Með þeim rannsóknum hafa fengist miklar og ítarlegar upplýsingar um atferli urriðans í Þingvallavatni.
Jóhannes hefur m.a. staðið sama fiskinn að hrygningu 8 ár í röð í Öxará. Það atferli sýnir glögglega að það skiptir máliað drepa ekki í óhófi stórurriða í Þingvallavatni
því þannig eru höggvin stór skörð í hrygningarstofninn.
Safnast verður saman við Flosagjá kl 14:00 og þaðan gengið upp með Öxará þar sem urriðinn verður skoðaður og síðan gengið í fræðslumiðstöð.