Ferðafélag barnanna hefur sett upp útileguhelgi fjölskyldunnar á Þingvöllum helgina 23-25.júlí.
Mæting er á Þingvöllum við þjónustumiðstöð á föstudeginum kl 18.00.
Að lokinni stuttri móttöku og kynningu verður kennsla í að tjalda. Að því loknu verður grillað ( þátttakendur taka með sér grillmat, en grill og kol eru á staðnum )
Að loknum kvöldverði verður slegið upp kvöldvöku, sungið og farið í leiki.
Að morgni laugardags kl. 9 er morgunleikfimi og leikir: Því næst verður fræðsla um bakpoka, hvernig á að raða í bakboka, hvað á að taka með sér osvfrv. Þá verður farið yfir umgengisrelgur og öryggisreglur þegar ferðast er um í náttúru Ísladns.
Að lokinni fræðslu verður farið í góða gönguferð með leikjaívafi og náttúruskoðun. Í gönguferðinni verður nestistími og taka allir með sér nesti til göngunnar.
Fræðsla verður um búnað, þ.m.t bakpoka, tjald, prímusa og farið verður yfir öryggisþætti í samskiptum við náttúruna. Síðast en ekki síst verða leikir, glens og gaman og stuttar gönguferðir í boði.
Þátttökugjald verður 10.000 krónur fyrir alla fjölskylduna. Innifalið, fræðsla, tjaldstæði, gönguferðir, leikir og fararstjórn. Lágmarksþátttaka í ferðina eru 10 börn.
Dagskránni lýkur síðan um kl. 15 en þá er það valfrjálst hvort þátttakendur halda áfram í útilegunni og gista eina nótt til viðbótar eða halda heim á leið.
Fararstjórar: Guðrún Selma Steinarsdóttir og Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður og forseti Ferðafélags Íslands.
Til að bóka sig í ferðina þarf að hafa samband við Ferðafélag Íslands í Mörkinni 6 eða í síma 568-2533.
Þátttakendur þurfa að taka með sér tjald, svefnpoka, dýnur, bakpoka, prímus og útivistarfatnað sem og nesti til helgarinnar.
Frábært tækifæri til að eyða skemmtilegri helgi á Þingvöllum.