Vaðnámskeið FÍ um næstu helgi.

Vaðaferðin verður farin um næstu helgi 29. - 30. mars.

Spáð er góðu veðri og færðin er ágæt.

Alltaf er þó nauðsynlegt að gæta vel að eigin bíl og njóta aðstoðar og leiðbeininga til að komast algjörlega klakklaust leiðar sinnar.
Þeir námskeiðsþátttakendur sem ekki komast með vegna þess að ferðinni var frestað - geyma þátttöku sína og hoppa inn í næstu vaðaferð.

Nú eru skráðir 20 bílar.

Þar af eru 5 umsjónar- og aðstoðarbílar.  

Fleiri umsjónar- og aðstoðarbílar eru vel þegnir - sendu inn þátttökutilkynningu sem þú nærð í á Ferðadöfinni.

Mikilvægt er að vita fjölda veislugestanna í tæka tíð svo að kosturinn verði nægur.

Umsjónar- og aðstoðarfólk greiðir aðeins fyrir gistinguna og veisluna. Það gerir samtals kr. 4 þúsund á hvern fullorðinn - en ekkert fyrir börnin.

*  *  *  *

Þeir námskeiðsbílar sem ætla að bætast í hópinn þurfa að hafa samband við skrifstofu Ferðafélagsins og fá þar námskeiðsgögn í hendur að kynna sér FYRIR næsta laugardag.

*  *  *  *

Á laugardagskvöldinu munum við hafa dálítla stund í kvöldrökkri að bíða meðan veislan er undirbúin. Þann tíma munum við nota til að skoða úrval mynda frá ferðafélögum sem koma með myndir sínar á geymslum sem eru USB-tengjanlegar. Taktu þínar myndir til svo að það gleymist ekki!

  *  *  *

Á kvöldvökunni segir hver bíl-höfðingi ferða- og ævintýradeili á sér og sínum liðsmönnum og þeir leggja sín lóð á gleðiskálina.

Mundu líka eftir að hafa meðferðis fáein sprek á eldinn sem kveiktur verður eftir veisluna.

*  *  *  *

Athugaðu dag- og tímastillingu myndavélarinnar þinnar - NÚNA!

Reyndu að hafa hana rétta - upp á sekúndu!

 Ef þú síðar sendir inn myndir úr ferðinni til birtingar á netinu þá er réttur tökutími afar mikilvægur til að koma hverri mynd á réttan stað í tökuröð allra myndanna. Það er nefnilega þannig að flestar stafrænar myndavélar geyma upptökusekúnduna í myndaskránni og þá er unnt að gefa myndinni upptökutímann sem nafn. Eftir það renna myndirnar frá hinum ýmsu myndavélum - hver á sinn stað í tímaröðinni - ef klukka myndavélarinnar er rétt stillt. Allar tímaskekkjur stórauka vinnuna við myndirnar.

Við hittumst í símanum. Það merkir að þegar þú ert lagður af stað hringirðu í 89-50-300 eða 85-50-300 og lætur vita af þér. Á Hvolsvelli stoppum við í Hlíðarenda og söfnumst saman.