Ferðafélag Íslands býður til vað-námskeiðsferðar um Merkurvötnin með gistingu og grillveislu í Skagfjörðsskála. Kennt verður að leita vaðs í ám og menn æfa sig í að vaða straumvatn.
Námskeiðið hentar vel öllum þeim sem á ferð sinni koma vatnsfalli og þurfa að komast yfir - hvort sem þeir eru gangandi, hjólandi eða akandi. Verklegar æfingar á Þórsmerkurleið helgina 5. - 6. mars. Umsjón: Gísli Ólafur Pétursson
Skráning er á skrifstofu FÍ í síma 568-2533
********************************