Vaðnámskeið í Merkuránum 8. - 9. mars

Ferðafélagið stendur fyrir vaðnámskeiði í Merkuránun 8. - 9 mars nk. Á námskeiðinu verður kennt að taka vað í ám og hvernig á að bera sig í straumvatni. Námskeiðið hentar vel bæði göngufólki sem og jeppaeigendum.

Námskeiðið er bæði verklegt og bóklegt.

hornvad

Ferðafélag Íslands býður til vað-námskeiðsferðar um Merkurvötnin með gistingu í Skagfjörðsskála. Kennt verður að leita vaðs í ám og menn æfa sig í að vaða straumvatn.
N
ámskeiðið hentar vel öllum þeim sem á ferð sinni koma gangandi eða akandi að á og þurfa að komast yfir. 
U
ndirbúningsfundur miðvikudagskvöldið 27. febrúar.
Verklegar æfingar á Þórsmerkurleið helgina 8. - 9. mars.

Skráning

Skráning er á skrifstofu FÍ í síma 568-2533
  • Þátttökugjald fyrir fullorðna er kr. 12.000 / 14.000
    Innifalið er:
    • Námskeið og námskeiðsgögn. Mappa með nytsömum upplýsingum verður afhent á undirbúningsfundi miðvikudaginn 27. febrúar kl. 20.
    • Fararstjórn og gisting.
    • Grillveisla laugardagskvöldið 8. mars í Skagfjörðsskála í Þórsmörk.
  • Börn og fjölskyldufólk getur komið sér fyrir og dvalið í Skagfjörðsskála á meðan aðrir æfa sig í vötnunum. 
  • Gisting og matur ókeypis fyrir börn.
  • Athugaðu að takmarkaður fjöldi kemst á þetta námskeið.

 

Bóklegi hluti námskeiðsins verður haldinn miðvikudagskvöldið 27. febrúar kl. 20.00 í FÍ salnum Mörkinni 6.

Þá verður farið yfir lögmál og eðli straumvatna, hvenig lesa megi í strauma og brot, hvernig vað er tekið og hvernig skuli bera sig að í straumi, hvaða búnað þurfi, sem og fatnað, hvernig skuli bera sig að þegar veitt er aðstoð eða aðstoð þegin, og farið yfir aðra öryggisþætti.

Verklegi hluti námskeiðsins er á laugardeginum 1. mars og verður þá unnið í Merkuránum, bæði Jökulsá og Lóninu, Steinholtsá, Hvanná og Krossá. 

Seinni hluta dags verður komið sér fyrir í Skagfjörðsskála og um kvöldið verður grillveilsa og kvöldvaka með myndasýningu frá hinum ýmsu vöðum á hálendinu.

Þátttökugjald er kr. 10.000 / 12.000
Innifalið er námskeið og námskeiðsgögn, þe vegleg mappa með gagnlegum upplýsingum, fararstjórn og gisting.

Grillveisla um kvöldið kostar kr. 2000 á þátttakakenda.

Börn og fjölskyldufólk getur komið sér fyrir og dvalið í Langadal á meðan verklegri kennslu stendur.
Gisting og matur ókeypis fyrir börn.

Athugið takmarkaður fjöldi kemst á þetta námskeið.

Umsjónarmaður námskeiðs og fararstjóri er Gísli Ólafur Pétursson.