Vaðnámskeið í Merkuránum aðra helgi í apríl

Ákveðið hefur verið að fara aðra vaðaferð í Merkurvötnin aðra helgina í apríl - 9.-10. apríl. 

Þeir sem vilja ná betri tökum á að vaða straumvötn eru hvattir til að slást í þá för. 

Það er ærið oft sem maður eiginlega missir af því að þjálfa sig því maður er einn um það í hópnum og hefur ef til vill þegar séð út hvar skást er að fara - og giskar á að allt sé í lagi. Eiginlega hikar maður við að fara í vöðlur vegna þess að þar með verði hópurinn tafinn og aðrir telji þetta óþarft. Þótt það sé í raun aldrei óþarft.

Þátttakendur koma á eigin vegum og greiða gistigjald í skála auk námskeiðsgjalds sem er kr. 5000.

Skráning á skrifstofu FÍ

Umsjón: Gísli Ólafur Pétursson