Vatnavextir í Mörkinni

Miklir vatnavextir eru nú Þórsmerkurám,  Steinholtsá, Hvanná og Krossá.  Þá eru einnig miklir vatnavextir í ám á Fjallabaki og hafa Kaldaklofskvísl og Markárfljót verið að vaxa. Ferðamenn eru því hvattir til að sýna ítrustu aðgætni í ferðum sínum um þessi svæði.  Ferðafélagið aflýsti í morgun ferð um Laugaveginn sem hefjast átti á morgun.

Nú í vikunni hefur Ferðafélagið  unnið að uppsetningu á öryggisljósum í Álftavatni og Hrafntinnuskeri sem kvikna þegar tekur að skyggja á daginn og koma ljósin vel út og lýsa leið að skálum félagsins.

Kynnisferðir eru nú hættir með áætlunarferðir í Landmannalaugar og er umferð um Laugaveginn nú orðin lítil og eru skálaverðir komnir heim úr Hrafntinnuskeri, Álftavatni, Hvanngili og Botnum og hefur verið unnið að vetrarfrágangi skálanna.  Skálverðir eru í Landmannalaugum og Þórsmörk og verða fram í október.