Úrvinnsla og skipulag mæligagna, Hádegisverðarfundur 13. maí, skráning fyrir 11. maí
LÍSU samtökin halda hádegisverðarfund um Úrvinnslu og skipulag mæligagna
miðvikudaginn 13. maí 2009, kl. 12:00 - 14:00. Fundurinn verður haldinn í Veisluturninum, 20. hæð, Smáratorg 3, Kópavogi.
Á námskeiðum og fundum LÍSU samtakanna undanfarin ár um mælingar og mælingavinnu hafa komið fram fyrirspurnir um úrvinnslu og skipulag mæligagna. Hafa notendur m.a. óskað eftir umfjöllun um: Hvað verður um mæligögnin eftir mælingu? Hvernig á að halda utan um gögnin? Á hvaða formi á að skila af sér gögnum? Á hádegisverðarfundinum 13. maí um úrvinnslu og skipulag mæligagna verður fjallað um þessar
og fleiri spurningar um það hvernig unnið er úr mæligögnum og hvernig koma má skipulagi á gögnin. Fundurinn verður í Veisluturninum, Kópavogi,
kl. 12:00-14:00
Dagskrá:
kl.
11:45 -12:00 Skráning gesta
12:00 -12:30 Hádegisverður Ofnbökuð kjúklingabringa með sítrónu, rósmarin sósu, basil risotto og rótargrænmeti. Kaffi og súkkulaði
12:30 - 12:45 Skipulag innmælinga hjá OR Einar Grétarsson, Orkuveita Reykjavíkur
13:00 - 13:15 Snjóflóð, skipulag mæligagna Sveinn Brynjólfsson,Veðurstofa Íslands
13:15 - 13:30 Úrvinnsla mæligagna Skúli Pálsson, Verkís,
13:30 -14:00 Umræður
Verð: Kr. 5.500,- fyrir félagsmenn í LÍSU samtökunum
Kr. 7.500,- fyrir aðra
Skráning: lisa@skipulag.is fyrir 11. maí
Sjá nánar á heimasíðu LÍSU http://www.landupplysingar.is
Námskeið um vefbirtingu landfræðilegra gagna 19. maí, athugið ódýrari þátttökugjöld til og með 8. maí !
LÍSA, samtökin halda námskeið þriðjudaginn 19.maí 2009 um undirbúning landfræðilegra gagna fyrir birtingu á vef. Námskeiðið verður haldið í Háskóla Íslands kl. 13:15 - 17:15. Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna með landupplýsingar, og eru að hanna vefkort og vefsjár. Á námskeiðinu er farið í hvernig á að vinna kortin og setja í búning fyrir Netið. Vinnsluferli á gagnvirku korti í ArcGIS og vinnsluferli við að birta hönnunargögn á internetinu eða innraneti.
Kennsla fer fram með fyrirlestrum og verkefnum sem þátttakendur leysa á staðnum. Leiðbeinendur eru; Guðmundur Ó. Ingvarsson, Morgunblaðið, Íris Anna Karlsdóttir, Samsýn og Bylgja Guðmundsdóttir, Snertli. Dagskrá, efnistök og leiðbeinendur
Þátttökugjöld
kr.20.000,- skráning til og með 8. maí
kr.25.000,- skráning eftir 8. maí
LÍSU félagar fá kr. 3.000 afslátt
Innifalið veitingar, námsefni og viðurkenningarskjal í lok námskeiðsins.
Skráning: lisa@skipulag.is