Vel heppnuð árbókarferð

Árbókarferð FÍ í Dalinu í gærdag var vel heppnuð.  Um áttatíu þátttakendur slógust þá í för með Árna Björnssyni höfundi ábókar og óku um sögusvið bókarinnar undir leiðsögn Árna. ,,Þetta var mjög skemmtilegt og vel heppnað, " sagði Jóhannes Ellertsson einn þátttakenda í ferðinni.  Ekið var um Bröttubrekku og að Eiríksstöðum, þaðan að Laugum í Sælingsdal, þá Skarðsströnd með viðkomu að Skarði, Svínadalinn til baka og í Búðardal og þaðan Laxárdalsheiði yfir í Hrútafjörð og til Reykjavíkur.  Alls tók ferðin um 14 tíma.