Vetrarlíf í Landmannalaugum

Landmannalaugasvæðið býr yfir mögnuðum náttúrutöfrum - hvort sem er að vetri eða sumri. Og margir eru svo heillaðir af vetrarfegurð svæðisins að þeir vilja helst ekki heimsækja staðinn á öðrum árstímum. Ástæðan er einföld, eins og meðfylgjandi myndir bera með sér: Lungamjúkur snjór yfir öllu, glampandi vetrarsól, snarpheit laug og dansandi norðurljós.

Skálavörður á vegum Ferðafélags Íslands hefur verið með aðsetur í Landmannalaugum nánast í allan vetur svo að enginn kemur þar að tómum kofanum. Hvort sem ferðalangar koma gangandi á skíðum, á vélsleðum eða jeppum og ætla að dvelja í 1 klukkustund eða 5 sólarhringa þá eru upphitaðar vistaverur í boði, hrein klósett, heitt á könnunni og bros á vör!

Til að panta gistingu í Landmannalaugum þarf að hringja á skrifstofu Ferðafélags Íslands í síma: 568 2533.

Meðfylgjandi myndir tók Rakel Ósk Snorradóttir sem sinnt hefur skálavörslu í Landmannalaugum í blíðviðrinu síðustu daga.