Vetrarsólstöðuganga og jólabakkelsi

Dagsetning: 19.12.2010
Brottfararstaður: Esjurætur
Viðburður: Vetrarsólstöðuferð á Esjuna – jólabakkelsi
Lýsing:

19. desember – Vetrarsólstöðuferð á Esjuna – jólabakkelsi

Árleg vetrarsólstöðuferð FÍ á Esjuna á síðasta sunnudegi fyrir aðfangadag.  Lagt af stað kl. 10 á sunnudagsmorgun frá Mörkinni 6.  Þáttakendur sameinast í bíla.

Gengið er upp frá Esjubergi á Kerhólakamb, yfir á Þverfellshorn og niður að bílastæði hjá Esjusstofu.

Gangan tekur 5 - 7 klst.

Þátttakendur taka með sér sýnishorn af jólabakkelsinu og gefa öðrum með sér að smakka.

Valin er besta jólasmákaka ferðarinnar og hlýtur verðlaunahafinn köku ársins í verðlaun.

Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.

Fararstjórar: Páll Guðmundsson og Þórhallur Ólafsson

 

til baka