Víknaslóðir hjá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs

Í Ferðaáæltun Ferðafélags Íslandseru kynntar ferðir frá flestum deildum FÍ meðal annars ferðir á Víknaslóðir með Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs.  Í áætluninni er dagsetningar á þeim ferðum rangar og Fer'ðafélag Fljótsdalshéraðs hefur nú sent inn réttar dagsetningar:

 

Víknaslóðir 2013:

Víknaslóðir – Lúxusferð (2-3 skór):
12. júlí: 
Brottför frá Gistiheimilinu Borg kl. 10.  Sameinast í bíla. Ekið frá Borgarfirði inn á Húsavíkurheiði.  Gengið á Hvítserk og niður í Húsavík, þar sem gist er í Húsavíkurskála
13.júlí: 
Gengið til Álftavíkur og þaðan aftur í Húsavíkurskála og gist þar.
14.júlí: 
Gengið frá Húsavík til Loðmundarfjarðar.  Gist í skála FFF að Klyppstað í Loðmundarfirði.
15.júlí: 
Gengið á Herfell eða á Kerlingu og gist aftur í Loðmundarfiði.
16.júlí: 
Gengið um Kækjuskörð til Borgarfjarðar.
Fararstjóri: Árni Áskelsson
Verð kr. 51.000.-  Innifalið: Gisting, trúss og fararstjórn.  Möguleiki á að fá keypt fullt fæði.

Víknaslóðir II  – Lúxusferð (2-3 skór):
29.júlí:
 Brottför frá Gistiheimilinu Borg kl. 10. Gengið í Stapavík, sem er gömul umskipunarhöfn og verslunarstaður. Einnig skoðaðir helstu staði á Borgarfirði. Gist á Gistiheimilinu Borg.
30. júlí: Gengið í Stórurð undir Dyrfjöllum, sem er gömul askja. Gist á Borg.
31. júlí : Gengið til Brúnavíkur og þaðan til Breiðavíkur. Gist í tvær nætur í skála FFF.
01. ágúst: Gengið um nærliggjandi víkur.
02. ágúst: Gengin önnur leið til baka til Borgarfjarðar.
Fararstjóri: Árni Áskelsson.
Verð: 46.000 - Innifalið: Gisting, trúss og fararstjórn. Möguleiki á að fá keypt fullt fæði.

Skráning í ferðirnar á Víknaslóðir er í síma 472 9870 eða í gistingborg@simnet.is Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Athugið að nánari upplýsingar er hægt að fá á göngukortinu “Á Víknaslóðum” eða á vefnum www.borgarfjordureystri.is