Viltu stofna deild í Ferðafélagi barnanna á þínu svæði ?

 LÖG Ferðafélags barnanna

 1. gr.

Félagið heitir Ferðafélag barnanna og er deild í Ferðafélagi Íslands. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík, hið sama og Ferðafélags Íslands

 2. gr.

Tilgangur félagsins er að stuðla að því að unglingar og ungmenni fái tækifæri til kynnast útiveru og hvetja þau til að stunda útiveru og hreyfingu í náttúrunni, meðal annars með ferðum, fræðslu og viðburðum sem höfða til barna og fjölskyldufólks.

 3. gr.

Félagar geta allir orðið sem eru á aldrinum 12 og yngri. Félagsgjöld skulu ákveðin á fyrsta stjórnarfundi  félagsins fyrir hvert starfsár.

 4. gr.

Stjórn félagsins skal skipuð  3 mönnum sem stjórn FÍ skipar að loknum hverjum aðalfundi FÍ.
Stjórnin FÍ skipar formann stjórnar en stjórnin skiptir annars á milli sín verkum.  Stjórn Ferðafélags barnanna getur óskað eftir því við stórn FÍ að ráða starfsmann til verkefnisins eftir aðstæðum hverju sinni.

 5. gr.

Aðalfundur  FÍ hefur æðsta vald í öllum málefnum félagsins.  

                                                                                                  
6. gr.

Fjárhagur Ferðafélags barnanna heyrir undir fjárhag FÍ. 

7. gr.

Starfsemi og markmið Ferðafélags barnanna skal kynnt fyrir öllum deildum FÍ og almenningi og geta orðið til sjálfstæðar deildir Ferðafélags barnanna um land allt eftir sveitarfélögum, landssvæðum og starfssvæðum deilda.  Sjálfstæð deild starfar eftir sömu lögum og markmiðum FB og hver félagi deildar telst félagsmaður Ferðafélagi barnanna.  Stofnfélagsgjald í deildum Ferðafélags barnanna greiðist ávallt til FB en sjálfstæðum deildum er heimilt að leggja allt að helming til viðbótar félagsgjaldi og halda þá eftir mismuni.  Sjálfstæð deild Ferðafélags barnanna er með eigin kt. og fjárhag.

 

 


Lögin þannig samþykkt á aðalfundi FÍ 10. Mars 2010