Miðvikudagskvöldið 13. apríl halda samtökin Vinir Þórsmerkur almennan fund í FÍ salnum í Mörkinni 6. Samtökin og starfsemi þeirra verður kynnt í máli og myndum.
Sagt verður frá helstu verkefnum sem samtökin ætla að beita sér fyrir en göngubrú á Markarfljóti er efst þeim lista. Kynnt verður ný heimasíða félagsins og fundargestum gefst kostur á að ganga til liðs við samtökin. Þrjú áhugaverð erindi verða haldin og fróðlegar myndir sýndar.
Hreinn Óskarsson skógarvörður Skógræktar ríkisins á Suðurlandi: Saga skógarfriðunar í Þórsmörk – áhrif öskufalls á skóginn.
Rannveig Ólafsdóttir lektor HÍ: Ástand gönguleiða um Þórsmörk.
Oddur Hermannsson landfræðingur. Skipulagsmál í Þórsmörk. Mörkin sem ferðamannastaður.
Fjallað verður um fjölda ferðamanna í Þórsmörk, aðdráttarafl staðarins skilgreint og horft til framtíðarskipulags Merkurinnar og helstu möguleika á aukinni nýtingu.
Aðgangur er öllum heimill og vonast samtökin eftir að sem flestir leggi leið sína í Mörkina 6 og leggi þannig starfinu lið.
Fundarstjóri er Páll Ásgeir Ásgeirsson