Vinnuferð í Botna á Emstrum

Um síðustu helgi var farin vinnuferð í skála FÍ í Botnum á Emstrum.  Að sögn Þorsteins Eiríkssonar fóstra í Botnaskála tókst vinnuferðin afar vel þótt gengið hafi á með rigningu.  Alls tóku 11 manns þátt í vinnuferðinni sem stóð frá föstudegi til sunnudags.

Snyrt var í kringum skálana tvo og sett niður torf við skálana og niður með nýjum göngustiga niður að læk.  Skipt var um rúður í skálnum og gengið frá skálunum fyrir veturinn.  Vatn var tekið af, klósettum lokað, fánastöng og skilti tekin niður og sett í hús.  Auk þess var þrifið fyrir veturinn.

Að sögn Þorsteins var afar góð stemming í vinnuferðinni og er þegar farið að skipuleggja næstu ferð að ári.

Þeir sem tóku þátt í vinnuferðinni:

Sigþór og Oddný,
Gestur og Svava,
Vigfús og Klara,
Aðalheiður og Örn;
Sigurður
Þorsteinn og Jóhanna.