Fóstrar í skála Ferðafélags Íslands í Botnum á Emstrum fóru í frágangsferð í skálann um helgina. Þorsteinn Eiríksson fóstri segir að vinnuferðin hafi gengið vel. ,,Ég hef aldrei séð eins mikið í Gilsánni og nú og hún var var örugglega allt að 200 metra breið en við fundum gott vað," Tekið var til hendinni í skálunum og gengið frá fyrir veturinnn.
,,Við máluðum skálavarðahúsið og þakið og skiptum um rúður í skálum en tvær rúður höfðu verið brotnar. Við gerðum við göt á vatnslöngu og lagfærðum læsingar fyrir veturinn og gengum frá skálanum fyrir veturinn, " sagði Þorsteinn.
Alls voru 8 manns í vinnuferðinni, auk Þorsteins, Jóhanna Gunnarsdóttir, Sigþór Haraldsson, Oddný, Páll Ólafsson, Þóra Hjaltadóttir, Páll og Þórunn.
,,Þetta var góð ferð og að loknum góðum vinnudegi á laugardag var grillað." Þorsteinn að enn hafi göngufólk verið á ferðinni og hafi um 6 manns veirð í skálanum auk vinnuhópsins.
Heiða Meldal skálavörður tók þátt í vinnuferðinni en hún verður í Emstrum fram á miðvikudag, en þá halda skálaverðir í Emstrum og Álftavatni til byggða.