Um helgina var farin vinnuferð í skála FÍ á Botnum í Emstrum. Að sögn Þorsteins Eiríkssonar fóstra skálans í Emstrum tókst vinnuferðin vel. ,,Við vorum að lagfæra vatnsleiðslur, sturtan var löguð og vatnið í salernishúsinu, skálarnir voru málaðir að hluta og lagðar tröppur niður að læk. Þá var einnig skipt um niðurföll og skálarnir þrifnir fyrir sumarið." Runnið var úr brekkunni niður að læk en það var lagfært.
Alls tóku 10 manns þátt í vinnuferðinni en hinir vösku sjálfboðaliðar FÍ í þessari ferð voru:
Þorsteinn og Jóhanna, Sigþór og Oddný, Vigfús og Klara, Palli og Þórunn, Palli og Þóra og auk þess vann Heiða skálavörður með hópnum en skálavörðurinn er nú kominn til starfa í Emstrum.
Þorsteinn fóstri er ánægður með ástand skálanna í Emstrum og segir að stöðugt sé verið að vinna að viðhaldi á skálunum og uppgræðslu á svæðinu.