Ratleikurinn í Heiðmörk hefur staðið allan ársins hring frá árinu 2012. Við bjóðum öllum þeim sem vilja hjálpa okkur að taka til hendinni n.k. laugardag frá kl. 13:00. Nú þarf að reka niður staura, bora, lakka og dytta að ýmsu í fögru umhverfi.
Ekið Rauðhólamegin inn í Heiðmörk, alltaf beint áfram þar til komið er að skilti sem á stendur FURULUNDUR. (sjá nánar kort hér að neðan)
Vinsamlegast takið með ykkur hamar og nagla, handbor og skrúfur, skóflu og sög, pensil og tusku, áttavita og stiga, sleggju og járnkarl, -allt eftir því hvað þið eigið, en umfram allt gott nesti til að hafa með yfir daginn og auðvitað klædd eftir veðri.
Nánari upplýsingar veitir höfundur ratleiksins, Björk Sigurðardóttir í síma 866 9409.
Hlökkum til að sjá ykkur!