Vinnuferð í Hornbjargsvita

HORNSTRANDIR

Félags og vinnuferð í Hornbjargsvita

14.-17. júní. 4 dagar

Fararstjóri: Guðmundur Sveinbjörn Ingimarsson

Siglt er frá Noðurfirði á Ströndum.

Vinnuferð þar sem félagsmenn taka til hendinni og ganga í ýmis vorverk; mála, þrífa, smíða og undirbúa opnun. Unnið í 6-8 klst. á dag en auk þess farið í stuttar gönguferðir um nærsvæði Hornbjargsvita og stefnt á eina göngu á Bjargið.

Helstu verkefni í vinnuferðinni eru vorhreingerningar og málningarvinna.  Auk þess verður rennan niður í fjöru sett upp.

Undirbúningsfundur: Þriðjudaginn 28. maí kl. 18 í sal FÍ, Mörkinni 6.

Verð: 30.000. Innifalið: Sigling, gisting og fullt fæði í ferðinni.