Langar þig til að dvelja frítt í Þórsmörk um páskahelgina? Komdu þá með okkur í skemmtilega fjögurra daga vinnuferð inn í Langadal í Þórsmörk.
Þátttakendum í vinnuferðinni er boðið upp á fría rútuferð fram og til baka í Þórsmörk, fría gistingu í Skagfjörðsskála í Langadal og ókeypis grillveislu á páskadag. Unnið verður í 4-6 klst. á dag, fyrst við að rífa pallinn umhverfis skálann og salernishúsið og síðan við að smíða nýjan pall.
Helgin snýst þó ekki bara um vinnu því það verður líka boðið upp á leiðsagðar gönguferðir um nágrennið og skemmtilegar kvöldvökur.
Áhugasamir þurfa að skrá sig í ferðina með því að hringja á skrifstofu FÍ í síma 568 2533.
Allir eru velkomnir og það eina sem þátttakendur þurfa að taka með sér er vinnugleði og gott skap, föt, svefnpoki og mat fyrir dvölina, fyrir utan sunnudagskvöldið.