Vi nnuferðir í skála FÍ standa nú yfir um þessar mundir. Um er að ræða hefðbundnar frágangsferðir fóstra í skála. Flestir skálar hafa fóstra sem annast frágang skála á haustin sem og opnun skála á vorin.
Í byrjun september var frágangsferð í Þverbrekknamúla og var vatn tekið af skálanum og honum lokað fyrir veturinn. Þá var einnig gengið frá öllu í Nýjadal og vatnið tekið af skála. Um síðustu helgi voru vinnuferðir í Þjófadali og Botna á Emstrum. Skýrslur fóstra úr vinnuferðum verða birtar á heimasíðu FÍ þegar þær berast.
Um næstu helgi er vinnuferð í Valgeirsstaði í Norðurfirði. Þá eru framundan frágangsferðir í Hrafntinnusker og Álftavatn, sem og Hvítárnes, Hagavatn og Hlöðuvelli.
Vinnuferðir verða farnar í Þórsmörk í október og Landmannalaugar um miðjan október.
Með hverjum fóstra starfar um 10 manna vinnuhópur í sjálfboðavinnu fyrir félagið og eru því alls um 100 félagsmenn FÍ sem koma að vinnuferðum í skála félagsins.
Áhugasamir félagsmenn sem vilja taka þátt í vinnuferðum í skála félagsins hafi samband við Ingunni á skrifstofu félagsins.