María Hrund og Ólafur Örn handsala samninginn við rætur Esju
VÍS og Ferðafélag Íslands, FÍ, hafa gert með sér samstarfssamning fyrir næstu þrjú ár eða til ársins 2014. VÍS verður með þessum samningi einn af aðalstyrktaraðilum FÍ og einn af bakhjörlum Ferðafélags barnanna hjá FÍ.
Markmið VÍS er að styðja Ferðafélag Íslands í hlutverki sínu að hvetja fólk til ferðalaga og í leiðinni auka áhuga Íslendinga á landinu sínu, náttúru þess og sögu og efla vitund þeirra um nauðsyn varfærni í samskiptum manns og náttúru. Á myndinni má sjá Maríu Hrund Marinósdóttur, markaðsstjóra VÍS, og Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, við undirritun samningsins við rætur Esju á föstudaginn.