Vorferð Hornstrandafara 9. júní n.k.
Ítrekun til þeirra sem eiga eftir að skrá sig í vorferðina
Gengið verður frá Villingavatni/Selflatarrétt til Hveragerðis. Leiðin er um 11-12 km löng. Hækkun er um 350 m og ótrúlega gott útsýni. Þægileg, róleg ganga í 4-5 tíma.
Farið verður frá F.Í., Mörkinni 6, kl. 10:00 en frá kirkju Óháða safnaðarins
kl. 9:45 eftir messu.
Að göngu lokinni bíða heitir pottar, sund og matur á Hótel Örk.
Matseðill:
Villisveppasúpa
Lambalæri með ýmiss konar góðgæti
Heimalagaður ís
Verð kr. 6.000,-
Eins og venjulega verður unnt að geyma sundföt og annan farangur í rútunni.
Vinsamlegast hafið gjaldið tilbúið í reiðufé í bílnum á leiðinni þar sem gjaldkerinn mun innheimta það.
Skráið ykkur sem fyrst og eigi síðar en 2. júní.
Við vonumst svo til að sjá ykkur sem flest og endilega takið með ykkur vini og vandamenn, það eru allir velkomnir.
Skráning hjá: Eiríki í síma 849-9895, Eygló 895-4645 og Magnúsi 895-6833 og hjá FÍ netf. fi@fi.is og síminn er 568-2533.
Einnig má skrá sig með því svara þessum pósti með „reply“.
Við hlökkum til að sjá ykkur.
Bestu kveðjur
Nefndin