Vorganga Hornstrandafara

Árleg vorganga Hornstrandafara og FÍ verður farin á laugardaginn 11. júní þegar gengið verður fyrir ofan Selvog og að Hlíðarvatni.

Safnast er í bíla hjá FÍ í Mörkinni 6 kl. 10:00 og ekið til Þorlákshafnar að veitingahúsinu Meitlinum þar sem við geymum bílana. Þar tökum við rútu sem ekur okkur upp að Hnjúkum. Þar hefst gangan og vert er að ganga um og skoða þá. Síðan er gengið að Girðingarréttinni og tekið þar fyrra kaff. Þá tekur við róleg ganga upp á Svörtubjörg en hækkun er mjög væg, um ca 50-70 m. Skoðum Eiríksvörðu og rifjum upp sögu Eiríks Magnússonar prests á Vogsósum. Seinna kaff tekið við hentugleika. Göngum síðan áfram að Hlíðarvatni þar sem rútan tekur okkur um kl. 16:00 og ekur okkur í sundið. Vegalengdin er um það bil 7-8 km.

Borðað verður á veitingahúsinu Meitlinum í Þorlákshöfn kl. 18:00, lambasteik, eftirréttur og kaffi. Áætluð heimkoma er um kl. 21:00.

Þeir sem vilja geta mætt í messu kl. 9:00 hjá Óháða söfnuðinum áður en lagt er af stað um morguninn.

Verð á rútu: 1000 eða 1500,- fer eftir fjölda
Verð á sundi: 400 eða 500,- fer eftir fjölda
Verð á mat: 3500
Alls: 4900- 5500.- kr.
og svo sanngjarnt verð fyrir þá sem þiggja far í bíl.

Hver maður greiðir fyrir sig í reiðufé!

Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir 9. júní með því að hringja á skrifstofu FÍ í síma: 568 2533.


Er ekki ágætt að drífa sig út í vorið og ganga í góðum félagsskap?

Bestu vorgöngukveðjur,
Stjórn Hornstrandafara