VORGANGA HORNSTRANDAFARA 7. JÚNÍ 2008
Kæru Hornstrandafarar !!
Hér koma nánari upplýsingar um hina árlegu VORGÖNGU þann 7. júní 2008.
Að þessu sinni verður gengið um slóðir fornra þjóðleiða norðan og vestan Grindavíkur. Gangan hefst við fjallið Þorbjörn að norðanverðu. Staldrað verður við Eldvörpin, sem er falleg gígaröð og einnig við þyrpingu fornra byrgja, sem sumir kalla Tyrkjabyrgin. Þessi ganga er nánast á jafnsléttu en yfir nokkuð úfið hraun að fara og því betra að hafa göngustafina með. Gönguvegalengdin er u.þ.b. 10 km.
Mæting kl. 9:45 í MÖRKINNI 6 og lagt verður af stað stundvíslega kl. 10:00.
Fyrir þá sem vilja hefst messa hjá Óháða söfnuðinum kl. 9:00 og fer önnur rútan þaðan og kemur svo við í Mörkinni 6.
Rúturnar bíða okkar og í þeim getur fólk geymt töskur með sundfötum og aukafötum. Við munum síðan skola af okkur ferðarykið í sundlauginni í Grindavík og að því svamli loknu höldum við svo að veitingastaðnum Salthúsið í Grindavík. Þar bíður okkar sjávarsæla og kjötréttur af hlaðborði. Að loknu borðhaldi syngjum við og tröllum um stund að hætti Hornstrandafara.
Verð fyrir rútu, kvöldverð og sund er kr. 6.000. og greiðist í rútunni í reiðufé !
Göngufólk er beðið um að tilkynna þátttöku með því að senda reply á þetta bréf eða senda tölvupóst á fi@fi.is og tilkynna nafn og fjölda fyrir 2. júní, best að gera það strax !
Einnig má hafa samband símleiðis við nefndarmeðlimi og tilkynna þátttöku:
Guðmundur Hallvarðsson. s. 568-6114 og 862-8247
Magnús Konráðsson s. 554-4797 og 895-6833
Ólöf Sigurðardóttir s. 553-9048 og 893 6378
Sigríður Lóa Jónsdóttir s. 554-5462 og 698 6543
Jónína Pálsdóttir s. 568-6307 og 897-8732
Skrifstofa FÍ s. 568-2533
Nú er því ráð að taka fram gönguskóna, göngustafina, sundfötin og dagspokann og viðra dótið!
Göngukveðjur,
stjórnin