Fréttir

Myndir og lýsing á framgangi gossins í Fimmvörðuhálsi

Jón Viðar Sigurðsson jarðfræðingur og ferðafélagsmaður hefur tekið saman myndir sem sýna þróun gossins í Fimmvörðuhálsi og með myndunum eru stuttar lýsingar á því hvað ber fyrir sjónir. Þetta myndasafn inniheldur frábærar gosmyndir og veitir skemmtilega sýn á gosið og þróun þess. Sjá nánar hér >>

Bóklegt og verklegt vaðnámskeið

Árlegt vaðnámskeið Ferðafélagsins, bæði bóklegt og verklegt þar sem farið er yfir hvernig hægt er að lesa í ár og vöð og hvernig skuli bera sig að í straumvötnum.  Farið yfir búnað og fleira.   Sjá nánar >>

Óveður við gosstöðvarnar

Óveður við gosstöðvarnar Óveður geisar nú á Fimmvörðuhálsi og engir ferðamenn eru á gossvæðinu; björgunarsveitarmenn tryggja að fólk haldi ekki af stað í óveðrið. Veður gengur ekki niður að ráði fyrr en á miðvikudaginn. Töluverð umferð var á gosstöðvunum í gær en þó minni en dagana á undan. Veður var eins og best verður á kosið, hægviðri, léttskýjað og lítið frost. Flestir voru samankomnir á svæðinu um níuleytið í gærkvöldi til að fylgjast með gosinu í ljósaskiptunum. Umferð ökutækja af svæðinu tók að þyngjast um tíuleytið en þá var nánast bíll við bíl á Mýrdalsjökli. Á sjötta tug björgunarsveitarmanna stóð vaktina en síðasti jeppinn fór af Fimmvörðuhálsi um tvöleytið í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældust nokkrir litlir jarðskjálftar undir austurhluta Eyjafjallajökuls upp úr miðnætti. Þar undir er uppstreymi kvikunnar en gosóróinn á svæðinu er svipaður og verið hefur undanfarna daga. Ekkert ferðaveður er við gosstöðvarnar þessa stundina en búist er við stormi á svæðinu. Þar er nú töluverð snjókoma og búist við vindhraða upp á allt að 26 metra á sekúndu. (www.ruv.is)  Ferðafélag Íslands  aflýsti ferð að gosstöðvunum í gærdag vegna veðurs.

Dregið verður úr gæslu við eldgosið á Fimmvörðuhálsi

Dregið verður úr gæslu við eldgosið á Fimmvörðuhálsi

Gossvæðisgæsla varla hert

Gossvæðisgæsla varla hert

Dregið úr gæslu en áfram viðbragð

Dregið úr gæslu en áfram viðbragð

Versnandi veður við gosstöðvarnar

Versnandi veður við gosstöðvarnar

Óveður á gossvæðinu

Óveður á gossvæðinu

Óvissuferð í Esjunni - Annar í páskum

5. apríl mánudagur annar í páskum Óvissuferð í Esjunni kl. 11:00, mæting við Esjustofu, undir stjórn Þórðar Marelssonar

Gert ráð fyrir versnandi veðri

Gert ráð fyrir versnandi veðri