Ferðafélag Íslands hefur aflýst boðaðri skoðunarferð að gosstöðvunum á Fimmvörðuháls á morgun mánudag. Veðurspá mánudagsins er frekar slæm og útlit fyrir hvassa austanátt og úrkomu og lítið ekkert skyggni til gosstöðva.
Ferðir páskanna hafa fram að þessu gengið vel og mörg hundruð manns komið í Þórsmörk með Ferðafélagi Íslands og gengið með fararstjórum upp á Morinsheiði og Valahnúk til að njóta útsýnis að gosinu.
Eftir páska verður skoðunarferðum haldið áfram eftir því sem veður og aðstæður leyfa svo og framgangur eldsumbrotanna á Fimmvörðuhálsi.
Útsýni af Valahnúk til gosstöðvanna í gærkvöldi.