FÍ vísar veginn

Nýtt upplýsingaskilti við rætur Snæfellsjökuls.
Nýtt upplýsingaskilti við rætur Snæfellsjökuls.

Ferðafélag Íslands hefur á undanförnum árum sett upp upplýsingaskilti á fjölförnum vinsælum gönguleiðum, meðal annars á Laugaveginum, Fimmvörðuhálsi, Esjunni, Vífilsfelli, Öræfajökli og á jökulshálsi Snæfellsjökuls. Með þessu er Ferðafélagið að greiða götu útivistarfólks og fjallafara og auka öryggi þeirra.
Á skiltinu koma fram upplýsingar um búnað ofl. sem þarf til göngunnar á viðkomandi leið. Eins er árstíðarhringur sem sýnir mismunandi erfiðleika- og hættustig eftir því á hvaða árstíma er ferðast og sumar leiðir lokaðar yfir vetrartímann. Um leið hefur félagið sett upp stikur og vegvísa á þessum leiðum.
Skiltin eru hönnuð af Árna Tryggvasyni.