75 ára á 9 tindum Tindfjalla

Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.  Við erum aldrei of gömul til að láta drauma okkar rætast. Mæðgurnar Helga og Laufey í Tindfjöllum.
Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Við erum aldrei of gömul til að láta drauma okkar rætast. Mæðgurnar Helga og Laufey í Tindfjöllum.

 75 ára á 9 tindum Tindfjalla

Mæðgurnar Helga Sveinbjarnardóttir 75 ára og dóttir hennar Laufey Jakobsdóttir gerðu sér lítið fyrir og gengu á 9 tinda Tindfjalla með Ferðafélagi Íslands, þar sem Hjalti Björnsson leiddi för.
.
Helgu hafði alltaf dreymt um að ganga um í Tindfjöllum og þegar nálgaðist 75 ára afmæli hennar þá ákvað Laufey að gefa móður sinni þessa ferð í afmælisgjöf, 9 tinda Tindfjalla með FÍ.
 
Helga hefur alla tíð verið létt á fæti, gengið mikið og verið dugleg að synda en ekki með mikla reynslu af fjallgöngum. Þrátt fyrir það gekk Helga á alla 9 tindana með seigluna og löngunina til að lára alla tindana, sem tókst. Þetta var mikil upplifun fyrir þær mæðgur og sérlega gaman fyrir allan hópinn og fararstjóra að verða vitni að. Helga fagnaði 75 ára afmæli sínu á Vörðufelli í Tindfjöllum og söng hópurinn afmælissönginn fyrir hana áður en gangan hófst.
 
Þetta sýnir okkur að allt ef hægt ef viljinn er fyrir hendi og við erum aldrei of gömul til að láta drauma okkar rætast.