Síðustu helgi klifu Tómas Guðbjartsson og Matthías Sigurðsson 4478 metra háan tind Matterhorns. Fjallgangan og klifrið tók um rúmar 5 klukkustundir.
Þetta er erfiðasta fjall sem Tómas hefur klifið, með bröttum klettaveggjum og þunnu lofti. Það krafðist mikillar einbeitingar, sérstaklega á niðurleiðinni. Hér eru myndir úr göngunni..



