Doktorsrannsókn í landafræði
31.08.2010
Föstudaginn 3. september mun Deanne Katherine Bird flytja fyrirlestur um doktorsrannsókn sína í landfræði: Social dimensions of volcanic hazards, risk and emergency response procedures in southern Iceland (Eldfjallavá og viðbragðsáætlanir á Suðurlandi: Samfélagslegar hliðar).
Leiðbeinendur Deanne Bird í doktorsnáminu voru: Guðrún Gísladóttir prófessor hjá Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, Damian Gore dósent við Macquarie University, Sydney í Ástralíu og Dale Dominey-Howes, dósent við háskólann í New South Wales, Sydney í Ástralíu. Í doktorsnefnd sitja leiðbeinendur og Carol Jacobson lektor við Macquarie University, Sydney í Ástralíu.
Doktorsverkefnið er sameiginlegt verkefni Háskóla Íslands og Macquarie University. Doktorsvörnin fór fram í Sydney þann 3. ágúst 2010.
Andmælendur voru Douglas Paton prófessor, Dr. Ilan Kelman og Shane Cronin prófessor.
Karl Benediktsson prófessor og varadeildarforseti Líf- og umhverfisvísindadeildar stýrir athöfninni sem fer fram í stofu 132 í Öskju og hefst kl. 14:00.
Deanne Bird fæddist 1974. Foreldrar hennar eru David og Marketa Bird og sambýlismaður Benjamin Gillespie. Hún lauk BEnvSc prófi við Macquarie University árið 2005. Deanne hóf doktorsnám sitt við Háskóla Íslands og Macquarie University í janúar árið 2007. Rannsókn hennar beindist að samfélagslegum hliðum eldfjallavár og viðbragðsáætlana vegna Kötlugosa.
Rannsóknin var styrkt af Rannís, Vegagerðinni, Landsvirkjun, Kynnisferðum, Farfuglum, Ferðafélagi Íslands, the Department of Environment and Geography og the International Office at Macquarie University.
Útdráttur:
Katla er ein virkasta og hættulegasta eldstöð Íslands. Íbúum í nágrenni Kötlu og ferðamönnum stafar hætta af gosi í eldstöðinni vegna hamfarahlaupa, gjóskufalls og eldinga. Viðamiklar jarð- og jarðeðlisfræðilegar rannsóknir hafa verið gerðar á Kötlu en til þessa hefur aðeins ein rannsókn verið gerð meðal íbúa um áhrif Kötlu á þá. Til þess að hægt sé að móta skilvirkar viðbragðs- og rýmingaráætlanir vegna náttúruvár er nauðsynlegt að skilja skynjun fólks og þekkingu á náttúruvá og hvernig það muni bregðast við aðsteðjandi hættu.
Sú rannsókn sem hér er kynnt tekur heildstætt og ítarlega á hinum félagslega þætti og er ætlað að vera viðbót við þá þekkingu sem er til staðar á Kötlugosum og áhrifum þeirra. Markmiðið er að draga úr þeirri hættu sem fylgir gosi í Kötlu. Beitt var fjölbreytilegum aðferðum. Í almannavarnaæfingunni Bergrisanum árið 2006 var beitt þátttökuathugun, tekin viðtöl við stjórnendur neyðar- og björgunarmála sem og íbúa og loks voru lagðar spurningar fyrir íbúa, ferðamenn og ferðaþjónustuaðila.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þekking og viðhorf íbúa á náttúruvá tengdri Kötlu og hvernig þeir myndu bregðast við hættunni er breytileg eftir hópum og þarf því að taka tilliti til þess við hönnun viðbragðsáætlana. Það var ekki gert fyrir æfinguna árið 2006. Rannsóknin bendir til þess að flestir íbúar myndu bregðast jákvætt við tilskipunum um rýmingu svæðisins en þó hafa margir samverkandi þættir áhrif á það hvort þeir sjái sér fært að fylgja ráðleggingum um varnarviðbrögð. Til að viðbragðsáætlun verði skilvirkari er því nauðsynlegt fyrir stjórnendur neyðar- og rýmingaráætlana að leita samvinnu við bændur, taka tillit til staðbundinnar þekkingar þeirra og hversu tengdir þeir eru við búskapinn og staðinn sem þeir búa á. Mikilvægt er að skipuleggjendur neyðaráætlana tryggi að miðlun upplýsinga og fræðsla til ferðamanna og ferðaþjónustuaðila skili sér í aukinni þekkingu á hættu og neyðarviðbrögðum vegna Kötlugosa. Brýn þörf er á úrbótum svo hægt verði að draga úr áföllum og hættu vegna náttúruhamfara á áhrifasvæði Kötlu því margt bendir til þess að hún gjósi í náinni framtíð og að gos geti hafist með skömmum fyrirvara.
Tengill á viðburð: http://www.hi.is/vidburdir/doktorsfyrirlestur_i_landfraedi_social_dimensions_of_volcanic_hazards_risk_and_emergency_response_procedures_in_southe
- - - - - - - - - - - - - - - -
On Friday September 3rd, Deanne Katherine Bird will present her Ph.D. thesis entitled: Social dimensions of volcanic hazards, risk and emergency response procedures in southern Iceland.
Deanne K. Bird's Ph.D. supervisors are Professor Guðrún Gísladóttir, University of Iceland, Associate Professor Damian Gore, Macquarie University, Australia, and Associate Professor Dale Dominey-Howes, University of New South Wales, Australia. Members of the Ph.D. committee are the advisors and Lecturer Carol Jacobson, Macquarie University, Australia. The project is a joint research by the University of Iceland and Macquarie University.
Opponents were Prof. Douglas Paton, Dr. Ilan Kelman and Prof. Shane Cronin.
The project was supported by Rannís – the Icelandic Centre for Research, Vegagerðin (The Icelandic Road Administration), Landsvirkjun (The Icelandic National Power Company), Reykjavík Excursions, Farfuglar (Hostelling International Iceland), the Department of Environment and Geography and the International Office at Macquarie University.
The Vice-head of Faculty, Professor Karl Benediktsson will chair the ceremony which will take place in Askja, The Natural Science Building, and start at 14:00.
Deanne Bird was born in 1974. Her parents are David and Marketa Bird and her partner is Benjamin Gillespie. She completed BEnvSc at Macquarie University in 2005. Deanne started her Ph.D. studies at the University of Iceland and Macquarie University in January 2007. Her research is centered on social dimensions of volcanic hazards, risk and emergency response procedures in relation to Katla volcano.
Abstract:
The Katla volcano in southern Iceland is one the most hazardous in the country. Frequent, destructive eruptions producing catastrophic jökulhlaup (glacial outburst floods), tephra fall and lightning hazards pose a serious risk to many local communities. Extensive geological and geophysical research details the current state of Katla and provides insights into past eruptive episodes but only one study, conducted with residents from two communities in 2004, had assessed Katla with respect to the local population. In order to develop successful risk mitigation strategies however, emergency management agencies must consider the hazard in conjunction with the varying factors affecting the society at risk.
As a result, this research explores some of the social dimensions of hazard, risk and emergency response procedures in relation to Katla. The aim of the research is to provide a social framework for disaster risk reduction by offering an in-depth social assessment to complement the physical. Using mixed methods research, the study incorporates field observations during evacuation exercises, semi-structured interviews with emergency management officials and residents, and structured questionnaire interviews with residents, tourists and tourism employees.
The research shows that each stakeholder group is inherently different and volcanic risk mitigation strategies need to be structured accordingly. Recent efforts which culminated in full-scale evacuation exercises in 2006 did not take this into consideration. On a practical level, these exercises indicated that most residents would respond positively to evacuation orders. At a conceptual level however, this research identified many contextual issues, (e.g. knowledge and perception of hazard and risk, level of trust) which affect people’s ability to adopt the recommended protective action. In rural communities, emergency management agencies need to consider local knowledge, livelihood connections and attachment to place in order to develop effective mitigation strategies. Within the tourism sector, emergency management agencies must ensure that education campaigns raise awareness of hazard, risk and emergency response procedures. Significant effort is still urgently needed to address disaster risk reduction in southern Iceland as Katla is thought to be in a heightened state of activity and an eruption, without prolonged precursory signals, is expected in the near future.
Link: http://www.hi.is/vidburdir/doktorsfyrirlestur_i_landfraedi_social_dimensions_of_volcanic_hazards_risk_and_emergency_response_procedures_in_southe