Esjudagur Ferðafélags Íslands og Valitors verður haldin sunnudaginn 28. ágúst næstkomandi.
Ferðafélag Íslands og Valitor bjóða til hins árlega Esjudags 28. ágúst nk.
Dagskráin ár er fjölbreytt, sannkölluð hátíð göngufólks og útivistarunnenda. Boðið verður upp á miðnæturgöngu, morgungöngu og fjölskyldudagskrá á sunnudeginum 28. ágúst. Í öllum skipulögðum göngunum verða fararstjórar Ferðafélagsins ásamt jarðfræðingum sagnfræðingum og skógræktarmönnum.
Nánari dagskrá:
Kvöldganga laugardaginn 27. ágúst
Brottför frá Esjustofu kl. 21.30 laugardaginn 4. Júní.
Gengið frá Esjustofu á Þverfellshorn, stjörnuskoðun og tunglskin og ljósin í borginni, takið með ykkur höfuðljós.
Áætlað að koma niður að bílastæði þegar líður að miðnætti.
Morgunganga sunnudaginn 28. ágúst með Páli Guðmundssyni framkvæmdastjóra FÍ, á Móskarðshnúka og Laufskörð
Mæting í Mörkina kl. 6 eða við upphafsstað göngu, sjá nánar www.fi.is
Ekið áleiðis inn Mosfellsdal, beygt hjá Hrafnhólum og ekið þar eins langt og vegur leyfir að göngubrú þar sem gangan hefst.
Áætlað að gangan taki um fjóra tíma.
Formleg dagskrá Esjudagsins
Kl. 13.00 Setning Esjudagsins, Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor og Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélagsins
Fjallaupphitun í höndum íþróttakennara á túninu fyrir neðan Esjustofu
Gönguferðir með fararstjórum Ferðafélagsins – úrval gönguleiða við allra hæfi. Lagt verður af stað kl. 13.30, kl. 14.00 og kl. 14.30
Kl. 14.00 Stafganga
Kl. 14.00 Skógarganga um Mógilsá
Kl. 14.30 Kappganga - vaskir fjallagarpar há keppni í kappgöngu að „steini“ – skráning á fi.is
Athugið að gönguferðirnar eru mislangar
Kl. 13.30 Barnadagskrá:
Ferðafélag barnanna býður öllum börnum í fyrstu búðir í fylgd sprækra fararstjóra. Fyrstu búðir eru aðeins 500 metra áleiðis upp í fjallið og hækkun um 60 metrar. Þangað mæta þekktir tónlistarmenn og stjórna brekkusöng.
Boðið verður upp á gönguferðir, m.a. morgungöngu, skógargöngu, kappgöngu, kvöldgöngu, fjölskyldugöngu, brekkusöng, ratleik, fjöldaupphitun. Sem sagt margt skemmtilegt í boði fyrir útivistarunnendur og alla fjölskylduna. Þáttaka er ókeypis og allir velkomnir. Dagskráin auglýst nánar eftir helgi.