Nú er ástæða til að gleðjast því Ferðaáætlun FÍ 2025 er komin í birtingu á heimasíðu FÍ, www.fi.is. Ferðaáætlunin er líkt og síðustu ár eingöngu birt á heimasíðunni og er þar aðgengileg undir “ferðir”.
Ólöf Kristín Sívertsen, forseti Ferðafélags Íslands og lýðheilsufræðingur, segir að það sé alltaf skemmtilegt þegar ferðaáæltunin lítur dagsins ljós. ,,Ferðaáætlunin að þessu sinni er óvenju vegleg og mikið framboð af spennandi ferðum. Eins og áður höfum við lagt áherslu á að öll geti fundið eitthvað við sitt hæfi þannig að í boði eru ferðir fyrir unga sem aldna og allt þar á milli, “ segir Ólöf og nefnir meðal annars ferðir Ferðafélags barnanna, dagsferðir, sumarleyfisferðir, skíðaferðir, námskeið, ferðir eldri og heldri félagaauk fjölmarga göngu- og hreyfihópa félagsins sem njóti mikilla vinsælda. ,,Það er hlutverk félagsins að kynna landið og hvetja landsmenn til að efla heilsu sína meðhreyfingu og útivist. Með útgáfu þessarar metnaðarfullu ferðaáætlunar erum við svo sannarlega að sinna því mikilvæga hlutverki,” segir Ólöf.