FÍ fagnar Þórsmerkurþjóðgarði

Ferðafé­lag Íslands fagn­ar því að um­hverf­is­ráðuneytið íhugi að stofna þjóðgarð í Þórs­mörk og ná­grenni.

Eins og greint var frá í vik­unni hef­ur Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, skipað starfs­hóp til að und­ir­búa og meta kosti þess að friðlýsa Þórs­mörk og ná­grenni sem þjóðgarð á grund­velli laga um nátt­úru­vernd.

Bregst hann þar við beiðni sveit­ar­stjórn­ar í Rangárþingi eystra sem lögðu til í maí að ráðuneytið hæfi skoðun á fýsi­leika þess að friðlýsa Þórs­mörk og ná­grenni sem þjóðgarð.


Ein af nátt­úruperl­um Íslands

„Við fögn­um þess­um áform­um enda er Þórs­mörk ein af perl­um ís­lenskr­ar nátt­úru,“ seg­ir Ólöf Krist­ín Sívertsen, for­seti Ferðafé­lags Íslands (FÍ), í sam­tali við mbl.is. Fé­lagið fagni jafn­framt frum­kvæði Rangárþings eystra.

FÍ er með rekst­ur í Langa­dal en Ólöf sér ekki fyr­ir sér að þjóðgarður myndi raska starf­semi fé­lags­ins á svæðinu.

„Við sjá­um ekki að þetta eigi eft­ir að hafa ein­hver nei­kvæð áhrif á það sem við erum að gera. Ferðafé­lagið hef­ur alltaf nátt­úru­vernd­ar­sjón­ar­mið að leiðarljósi í sín­um störf­um og þetta sam­ræm­ist okk­ar sjón­ar­miðum og því sem við vilj­um gera í ís­lenskri nátt­úru.“