FÍ Unglingaferðir

Ferðafélag Íslands ásamt Ferðafélagi barnanna ætlar að bjóða uppá göngur fyrir unglinga frá aldrinum 13 ára og eldri, þar sem áhersla er á að njóta útiverunnar á meðan gengið er í félagsskap annarra unglinga. Með því móti gefst tækifæri á aðra nálgun en þegar gengið er með yngri börnum. Tækifæri til að hitta aðra unglina sem hafa áhuga á útivist. 

 

Í boði verða þrjár ókeypis ferðir. 

Mosfell 12. apríl. Skoða ferð

Fyrsta unglinga-gangan er á Mosfell í Mosfellsdal. Mosfellið er 280 metra hátt en áætluð hækkun á göngu er um 200 metrar og vegalengd um 4 km.

 

Helgafell 2. maí. Skoða ferð

Önnur unglinga-gangan er á Helgafell í Hafnarfirði. Helgafellið er 340 metra hátt en áætluð hækkun á göngu er um 250 metrar og vegalengd um 5 km.

 

Reykjadalur 22. maí. Skoða ferð

Þriðja unglinga-gangan er í Reykjadal upp af Hveragerði. Gangan í Reykjadal er um 8 km löng og áætluð hækkun á göngu er um 300 metrar.