Ferðafélag Íslands og Landvernd standa saman að fundi fimmtudaginn 16 febrúar. Þar verður fjallað um ferðafrelsi og ábyrgðina sem því fylgir. Í lögum Ferðafélagsins er það skilgreint sem eitt helsta verkefni fe´lagsins að kynna Ísland fyrir Íslendingum og gera þeim kleift að ferðast um landið. Ferðafrelsi er ekki gamalt hugtak í íslensku máli í þeirri merkingu sem það er almennt notað. Meðan frelsi var í raun algert þarfnaðist það ekki sérstakrar skilgreiningar.
Í dag eru ýmsar áskoranir sem fylgja því að ferðast og spretta af auknum hömlum á ferðir manna en ekki síður af breyttum hugsunarhætti um samband manns og náttúru og ferðir okkar um hana.
Fundurinn verður í sal Ferðafélags Íslands Mörkinni 6 og hefst kl.15.00.